Öskudagur 2012

DalabyggðFréttir

Í myndasafnið eru nú komnar myndir frá öskudeginum. Myndir frá heimsóknum í stjórnsýsluhúsið tók Magnína Kristjánsdóttir. Björn Anton Einarsson (Toni) tók myndir af heimsóknum í Mjólkurstöðina og frá öskudagsskemmtun foreldrafélags Auðarskóla.

Ungmennaráð Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Fræðslunefnd staðfesti skipun ungmennaráðs Dalabyggðar á fundi sínum 2. febrúar. Stefnt er að stofnfundi í apríl. Aðalmenn eru Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sigurður Bjarni Gilbertsson skipuð af stjórn UDN og Angatýr Ernir Guðmundsson skipaður af nemendafélagi Auðarskóla. Varamenn eru Sæþór Sindri Kristinsson og Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir skipuð af stjórn UDN og Bragi Gíslason skipaður af nemendafélagi Auðarskóla.

Vinnandi vegur

DalabyggðFréttir

VINNANDI VEGUR er sameiginlegt átak samtaka atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins. Ávinningur allra er hafður að leiðarljósi. Um leið og atvinnurekendum er gert kleift að nýráða starfsfólk er atvinnuleitendum gefið tækifæri til þátttöku í atvinnulífinu. Með þátttöku í VINNANDI VEGI eiga atvinnurekendur kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna úr hópi atvinnuleitenda. Átakið beinir sjónum sérstaklega að einstaklingum sem hafa …

HVE – Búðardal

DalabyggðFréttir

Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Búðardal þjónar íbúum í sveitarfélögunum Dalabyggð og Reykhólahreppi. Starfsvæðið nær frá Álftafirði vestur á Litlanes á sýslumörkum Austur- og Vestur Barðastrandasýslna. Læknar HVE Búðardal veita einnig læknisþjónustu við hjúkrunarheimilin Barmahlíð, Silfurtún og Fellsenda. Heilsugæslustöðin í Búðardal er til húsa að Gunnarsbraut 2. Yfirlæknir er Þórður Ingólfsson og yfirhjúkrunarfræðingur Ásgerður Jónsdóttir. Sími er 432 1450. Vaktsími heilsugæslulæknis er …

Öskudagsskemmtun

DalabyggðFréttir

Stjórn Foreldrafélags Auðarskóla stendur fyrir öskudagsskemmtun í Dalabúð á öskudag kl. 17. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta búninginn og „tunnan“ slegin. Nemendafélagið heldur diskótek fyrir 1.–10. bekk eftir skemmtunina. Aðgangseyrir á skemmtunina er 300 kr og 200 kr kostar til viðbótar inn á diskótekið. Athugið enginn posi. Myndir frá öskudeginum

Glaður

DalabyggðFréttir

Vetrarstarf Glaðs er nú hafið, þó svo fyrsta mót vetrarins hafi verið blásið af. Framundan er töltmót, skemmtikvöld og reiðnámskeið. Töltmót Töltmót verður í Nesoddahöllinni miðvikudaginn 22. febrúar og hefst stundvíslega klukkan 20. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, karlaflokki og kvennaflokki ef næg þátttaka fæst. Veitingasala verður á staðnum. Tekið er við skráningum til og með mánudeginum 21. febrúar. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

83. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 21. febrúar og hefst kl. 17 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra Almenn mál 2. Fóðuriðjan Ólafsdal ehf – hlutafé – 11010073. Ljárskógamál – bréf Skúla Einarssonar dags. 17.01.2012 – 11030214. Almenningssamgöngur á Vesturlandi – samningur dags. 29.12.2011 – 11080045. Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 09.03.2012 – 12020216. Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands 25.04.2012 – …

Símenntunarmiðstöðin – faðmlagakjóllinn

DalabyggðFréttir

Símenntunarmiðstöð Vesturlands heldur námskeiðið „Faðmlagakjóllinn“ í Auðarskóla, fimmtudaginn 23. febrúar, kl. 18-21. Saumaður er kjóll á einni kvöldstund. Þátttakendur mæta með um 2 metra af efni. Hægt að nota hvaða efni sem er. Námskeiðið hentar öllum, bæði þeim sem kunna að sauma og þeim sem hafa aldrei saumað.Leiðbeinandi er Ólöf S. Davíðsdóttir. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Símenntunarmiðstöðinni. Verð …

Fjölskylduhestaferð Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir fjölskyldu-hestaferð sunnudaginn 12. febrúar. Lagt verður af stað kl. 14 stundvíslega frá Vatni í Haukadal. Riðið verður inn Haukadal að Stóra-Vatnshorni en þar munu þau Hanna Sigga og Valberg taka á móti okkur með kaffi og kakói. Allir reiðfærir velkomnir. Ekki þarf að skrá sig, bara mæta tímanlega að Vatni með hest, reiðtygi og reiðhjálm. Glaður

112 – dagurinn

DalabyggðFréttir

Allir eru velkomnir í Björgunarsveitarhúsið laugardaginn 11. febrúar, kl. 13-15. Þar verður kynnt starfsemi sjúkraflutninga, slökkviliðs og björgunarsveitar. Þar geta gestir rætt við starfsfólk /sjálfboðaliða, skoðað margvíslegan búnað, fengið sér kaffi og spjallað. 112-dagurinn verður haldinn um allt land laugardaginn 11. febrúar. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. …