Innritun í nám við framhaldsskóladeild MB í Búðardal

DalabyggðFréttir

Nemendur sem hafa hug á að innritast í nám við framhaldsskóladeild MB í Búðardal þurfa að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 433 7700.
Þetta gildir bæði um nemendur í 10. bekk grunnskóla sem ekki hafa nýtt sér forinnritun og eldri nemendur sem hafa áhuga á að hefja nám að nýju.
Nemendur í 10. bekk sem hafa skráð sig í MB í gegnum menntagatt.is og eða vilja skrá sig rafrænt þurfa eftir sem áður að láta vita á skrifstofu skólans að þeir hyggist stunda námið frá Búðardal.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei