Fundur um sláturhúsið í Búðardal

DalabyggðFréttir

Áhugafólk um framtíð Búðardals hefur boðað til upplýsingafundar í Dalabúð miðvikudaginn 8. maí kl. 20:30 um starfsemi sambærilega þeirri sem fyrirhuguð er í sláturhúsinu í Búðardal.
Mikil umræða hefur verið um sölu sláturhússins undanfarnar vikur og fyrir liggja drög að starfsleyfi JHS Trading ehf. fyrir hausaverkun í húsinu.
Á fundinum verður sambærileg starfsemi kynnt og einnig munu þau fyrirtæki sem nú hafa starfsemi í húsinu kynna sína framtíðarsýn um nýtingu hússins.
Íbúar sem og sveitarstjórnarmenn Dalabyggðar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér málin.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei