Tillaga að starfsleyfi

DalabyggðFréttir

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur auglýst tillögu að nýju starfsleyfi fyrir fiskþurkkun JHS Trading ehf. að Ægisbraut 2-4 í Búðardal. Samanber ákvæði reglugerðar nr. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.
Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar og á vef Dalabyggðar frá 2. maí til 31. maí þar sem hægt verður að skoða hana og koma með skriflegar athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna er til 31. maí. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendar til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Innrimel 3, 301 Akranes.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei