Hætt við fiskþurrkun í Búðardal – upplýsingafundi aflýst

DalabyggðFréttir

JHS Trading ehf hefur tilkynnt sveitarstjórn að fyrirtækið hafi horfið frá áformum um að koma upp fiskþurrkun í Búðardal.
Áhugafólk um framtíð Búðardals hefur aflýst upplýsingafundi er átti að fara fram í Dalabúð í dag 8. maí.
Í tölvubréfi JHS Trading kemur m.a. fram að eigandi hitaveitunnar Rarik, geri kröfur um að fyrirtækið leggi fram ábyrgðir vegna framkvæmda sem Rarik þarf að leggja í til að geta útvegað nægt heitt vatn. Þessi krafa sé íþyngjandi og bindi mikið fjármagn.
Þá valdi neikvæð umræða á svæðinu því að fyrirtækið telji ekki ráðlegt að ráðast í jafn miklar fjárfestingar bæði í húsnæði, tækjum og öðrum tengdum kostnaði ef útlit er fyrir að ekki ríki nokkuð góð sátt um starfsemina í komandi framtíð.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei