Þorrablót í Búðardal

DalabyggðFréttir

Ungmennafélagið Ólafur Pái heldur árlegt þorrablót sitt laugardaginn 22. janúar kl. 19:30 í Dalabúð. Freyja Ólafsdóttir sér um matinn og hljómsveitin Klaufar leika fyrir dansi. Miðapantanir þurfa að berast undirrituðum nefndarmönnum í síðasta lagi miðvikudaginn 19. janúar. Keli og Sigfríð 436 6783 og 894 3445 / 868 4702 Sesselja og Eggert 434 1134 og 849 2211 / 896 6833 Gróa …

Íbúaþing

DalabyggðFréttir

Atvinnumál og auðlindir svæðisins voru títt nefnd í umræðum og skilaboðum þátttakenda á íbúaþingi sem sveitarstjórn Dalabyggðar bauð til laugardaginn 15. janúar sl. í Dalabúð. Þinggestir ræddu það sem helst þyrfti að standa vörð um en einnig var tekist á við það hvar ætti að sækja fram og þá hvernig, af hálfu sveitarstjórnar en einnig íbúanna og samfélagsins í heild. …

Badminton

DalabyggðFréttir

Badmintonæfing sem vera á í dag (þriðjudag) er frestað til næstu viku vegna viðgerða á gólfi iþróttahússins.

Dalabyggð – Íbúaþing

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar boðar til íbúaþings í Dalabúð laugardaginn 15. janúar 2011 kl. 10:30 – 14:00. Tilgangur íbúaþingsins er að fá fram sjónarmið íbúa og upplýsingar sem nýtast sveitarstjórn við að móta stefnumál sín og viðfangsefni á kjörtímabilinu. Fundinum verður markvisst hagað þannig að allir geti tekið þátt með auðveldum hætti og sjónarmið allra komi fram. Boðið verður upp á léttan …

Styrkir til atvinnumála kvenna

DalabyggðFréttir

Þann 15. janúar verður opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna. Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki. Konur sem hafa góðar viðskiptahugmyndir eða reka fyrirtæki og eru að þróa nýjar vörur eða þjónustu, geta sótt um styrki sem geta numið allt að 2 milljónum …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

69. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 18. janúar 2011 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá:1. Skýrsla sveitarstjóra2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 16. desember 2010.3. Fundargerð byggðarráðs frá 11. janúar 2011.4. Fundargerð Almannavarnanefndar Borgarfjarðar og Dala frá 17. desember 2010.5. Fundargerð stjórnar SSV frá 10. janúar 2011.6. Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 30. desember 2010.7. Dalagisting – fundarboð …

Tómstundabæklingur vor 2011

DalabyggðFréttir

Tómstundabæklingur fyrir tímabilið janúar-maí 2011 er nú komin út og að þessu sinni verður hann eingöngu gefinn út hér á vef Dalabyggðar. Hægt er að nálgast bæklinginn síðu fyrir síðu, til útprentunar eða flétta upp hverjum og einum undir liðnum Mannlíf í Dölum.

Laust starf hjá Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Við Auðarskóla í Tjarnarlundi vantar, vegna forfalla, matráð í 40% starf. Vinnutími er 10.00 – 14.00 mánudag – fimmtudag. Áhugasamir hafi endilega samband við Eyjólf Sturlaugsson skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið eyjolfur@dalir.is

Söngæfingar

DalabyggðFréttir

Nú er komið að sönghelgunum sem auglýstar voru í nóvember mánuði s.l. Markmiðið er að æfa upp prógramm í stærri og smærri hópum, æfa raddir og eiga saman skemmtilegar helgar. Að lokum er svo áætlað að koma fram bæði sem einn stór hópur og í smærri hópum á Jörfagleði hér í Dalabyggð en hún verður haldin 15. – 20. apríl …

Messur um jól og áramót

DalabyggðFréttir

Messur og helgistundir verða í öllum þremur prestaköllunum í Dalabyggð yfir hátíðirnar. Á aðfangadag jóla verður helgistund á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda kl. 14 og aftansöngur í Hjarðarholtskirkju kl. 18. Á jóladag verður helgistund í Silfurtúni kl. 15 og kertaguðþjónusta í Kvennabrekkukirkju kl. 20:30. Á annan dag jóla verður messað í Breiðabólsstaðarkirkju og Stóra-Vatnshornskirkju kl. 14. Í Staðarhólskirkju kl. 15 og í …