Námskeið Ólafsdalsfélagsins

DalabyggðFréttir

Á vegum Ólafsdalsfélagsins eru fyrirhuguð einn fyrirlestur og fjögur námskeið í ágúst og september.
Á sjálfan Ólafsdalsdaginn, sunnudaginn 12. ágúst, verður kynning á verkefninu „Eyðibýli og tóm hús á Íslandi“ í Ólafsdal kl. 17. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Hægt er að fylgjast með verkefninu á Facebook.
Laugardaginn 18. ágúst verður námskeiðið „Sölvafjara og sushi“ í Tjarnarlundi kl. 15. Leiðbeinendur verða Rúnar Marvinsson kokkur og Dominique Pledel frá Slowfood Reykjavík. Námskeiðsgjald er 8.700 kr.
Sunnudaginn 26. ágúst verður námskeiðið „Sápur – sápugerð – ilmolíur“ kl. 14 í félagsheimilinu Tjarnarlundi. Leiðbeinandi verður Anna Sigríður Gunnarsdóttir og námskeiðsgjald 6.700 kr.
Laugardaginn 1. september verður námskeiðið „Grænmeti og góðmeti“ í félagsheimilinu Tjarnarlundi kl. 14. Leiðbeinendur verða Sólveig Eiríksdóttir og Dominique Pledel, Slowfood Reykjavík. Námskeiðsgjald er 8.700 kr. fyrir fullorðna, en 1.000 kr. fyrir börn.
Helgina 1. – 2. september verður síðan tveggja daga námskeið í grjót- og torfhleðslu í Ólafsdal. Leiðbeinandi verður Ari Jóhannesson. Námskeiðsgjald er 25.000 kr.
Skráning á námskeiðin er á netfangið olafsdalur@gmail.com. Skrá þarf nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, síma og netfang.
Nánari upplýsingar um öll námskeiðin má finna á heimasíðu Ólafsdalsfélagsins, www.olafsdalur.is og í síma 896 1930.

Ólafsdalsfélagið

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei