Svavar Knútur á Laugum

DalabyggðFréttir

Svavar Knútur Kristinsson verður með tónleika á Laugum í Sælingsdal fimmtudaginn 9. ágúst, kl. 21.

Á tónleikunum mun Svavar leika úrval frumsaminna laga úr eigin safni og syngja um lífið og tilveruna.
Matreiðslumaður hótelsins mun bjóða upp á uppáhaldsrétt Svavars, bjúgu frá Stað í Reykhólasveit með nýjum íslenskum kartöflum og uppstúf. Einnig verða sérvaldir ostar úr héraði á boðstólum.
Salurinn opnar kl. 20. Borðapantanir eru í síma 444 4930.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

Hótel Edda Laugum

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei