Harmonikkutónar í Árbliki

DalabyggðFréttir

Samband íslenskra harmonikuunnenda heldur útileguhátíð í Árbliki helgina 17.-19. ágúst þar sem verða dansleikir og tónleikar.
Fyrri dansleikurinn verður á föstudagskvöld kl. 21:30 og þeir síðari á laugardagskvöld á sama tíma. Þar verður spiluð fjölbreytt harmonikkutónlist með úrvals harmonikkuleikurum.
Á laugardag verða tónleikar kl. 14 og kaffisala að tónleikum loknum.
Allir eru velkomnir á dansleikina og tónleikana.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei