Melkorka Mýrkjartansdóttir

DalabyggðFréttir

Hvað varð um Melkorku? Sunnudaginn 1. ágúst verður dagskrá um konungsdótturina Melkorku Mýrkjartansdóttur. Sunnudaginn 1. ágúst verður dagskrá fyrir unga og aldna um konungsdótturina Melkorku sem numin var á brott frá Írlandi og flutt í Dali. Farið verður um söguslóðir á fjölskyldubílnum og saga hennar rakin og upplifuð og er þannig tilvalinn sunnudagsbíltúr fyrir fjölskylduna. Upphaf dagskrár er í Leifsbúð …

Skipulagsmál í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Tillaga að deiliskipulagi í landi Seljalands Dalabyggð. Sveitarstjórn Dalabyggðar auglýsir hér með tillaga að deiliskipulagi að Seljalandi, Hörðudal, Dalabyggð skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 Tillagan felur í sér að gert er ráð fyrir 8 gestahúsum sem verða 50 m2 að hámarki auk sérstæðrar húsa fyrir snyrtingar. Skipulagsuppdráttur ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 …

Listasafn Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Á neðri hæðinni í Leifsbúð er nú sýning á völdum verkum úr Listasafni Dalasýslu. Listasafn Dalasýslu var stofnað 1993 fyrir tilstuðlan Helga Þorgils Friðjónssonar. Listasafn Dalasýslu á nú margt góðra verka eftir listamenn úr Dölum, brottflutta og ættaða Dalamenn, auk velunnara. Hluti verkanna hafa verið frammi í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal við misgóðar aðstæður og löngu orðið tímabært að þessi verk …

47 umsóknir um stöðu sveitarstjóra Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Fjörutíu og sjö umsóknir bárust um stöðu sveitarstjóra Dalabyggðar. Starfið var auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 30. júní sl. Níu konur sækjast eftir starfinu og þrjátíu og átta karlar. Farið hefur verið yfir umsóknirnar og ákveðið hvaða umsækjendur verða kallaðir í viðtöl, en þau munu fara fram á næstu dögum. Hagvangur annast ráðningarferlið í samstarfi við sveitarstjórn. …

Dagskrá helgarinnar

DalabyggðFréttir

Búið er að ganga frá dagskrá helgarinnar á Eiríksstöðum og í Búðardal. Dagskráin hefst með að íbúar Búðardals bjóða upp á kjötsúpu á föstudagskvöldið. kl. 19-21. Á laugardaginn er dagskrá á Eiríksstöðum kl. 13-18. Hátíðarleiðsögn undir stjórn Sigga Jökuls, víkingaleikir og bardagar. Í Búðardal hefst dagskrá einnig kl. 13 og heldur áfram fram eftir. Markaðstjald, leiðsögn um Búðardal, upplestur, Dalaleikar, …

Púttvöllur við Silfurtún

DalabyggðFréttir

Fjögurra holu púttvöllur hefur verið settur upp fyrir framan dvalarheimilið Silfurtún. Völlurinn er á vegum Félags eldri borgara í Reykhólahreppi og Dalasýslu og Silfurtúns. Hugmyndina eiga Dídí og Skúli og sáu þau um vinnu við púttholurnar. Vonandi eiga íbúar dvalarheimlisins eftir að njóta góðs af þessu frábæra framtaki sem og aðrir í framtíðinni. Hver veit nema að einhverntímann verði haldið …

Ólafsdalur

DalabyggðFréttir

Sýningar verða í Ólafsdal 10. júlí til 8. ágúst. Sýning um Ólafsdal búnaðarskólann. Í tilefni af því að nú eru 130 ár liði síðan fyrstu nemendur búnaðarskólans í Ólafsdal hófu nám sitt á staðnum verður sýning um skólann og Ólafsdal opnuð í Ólafsdal í Gilsfirði, laugardaginn 10. júlí klukkan 13.00. Allir velkomnir. Sýningin verður opin alla daga frá 13-17 í …

Tilraunalandið

DalabyggðFréttir

Tilraunalandið verður í Dölunum næsta mánudag, 5.júlí, við Leifsbúð í Búðardal. Tilraunalandið – hvað er það?Norræna húsið og Háskóli Íslands standa í sameiningu að verkefninu Tilraunalandi sem er vísindasýning fyrir börn og unglinga. Allir aldurshópar hafa gaman af sýningunni og hentar hún sérstaklega aldursbilinu 7 til 16.Sýningin er lifandi og gagnvirk og inniheldur ýmsar tilraunir og leiktæki þar sem vísindin …

Prjónasamkeppni á haustfagnaði FSD

DalabyggðFréttir

Prjónasamkeppni verður á hausfagnaði FSD í haust líkt og í fyrra. Einnig verður boðið upp á að selja kindahúfur á fagnaðinum. Prjónasamkeppni Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu auglýsir hér með að á haustfagnaði félagsins þann 22. og 23. október 2010 verður prjónasamkeppni líkt og í fyrra. Nema að þessu sinni er hugmyndarfluginu gefin laus taumur. Veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu flíkina …