Fjarnám í FSN

DalabyggðFréttir

Innritun á vorönn 2012 stendur nú yfir í fjar- eða dreifnámi hjá Fjölbrautarskóla Snæfellinga (FSN).
Kennsluaðferðir FSN eru verkefnamiðaðar og námsmatið leiðsagnarmat. Fjar- eða dreifnemendum stendur til boða að mæta í tíma með dagskólanemendum í Grundarfirði eða á Patreksfirði. Kennarar aðstoða nemendur m.a. á MSN og á Skype.
Nemendum yngri en 18 ára stendur ekki til boða að gerast fjar- eða dreifnemendur við FSN. Nemendur í fjar- eða dreifnámi greiða skólagjöld kr. 10.750, en auk þess greiða þeir áfangagjald kr. 10.000 fyrir hvern áfanga sem þeir eru skráðir í.
Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa og aðstoðarskólameistara FSN í síma 430 8400.

Fjölbrautarskóli Snæfellinga

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei