Ljósmyndasamkeppni Eimskipa

DalabyggðFréttir

Dagatal Eimskipafélags Íslands á sér langa sögu. Eimskip gaf fyrst út dagatal árið 1928 og var það prýtt teikningu eftir Dala- og Strandamanninn Tryggva Magnússon.
Í ár efndi Eimskip til ljósmyndasamkeppni meðal áhugaljósmyndara með viðfangsefnið íslenskt landslag. Fjöldi ljósmynda voru sendar inn og dómnefnd valdi svo þær tólf sem hún taldi bestar.
Einn af vinningshöfunum er Steinunn Matthíasdóttir kennari við Auðarskóla. En mynd hennar prýðir septembermánuð á þessu vinsæla dagatali.

Frétt á vef Eimskipa

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei