Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. mars að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin er eftirfarandi:
Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði
Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefin kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum aðalskipulagsins. Lýsingarferli vegna annars samskonar verkefnis er í farvatninu sem verður auglýst síðar.
Lýsingin liggur frammi frá 11. apríl til 24. maí á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal og heimasíðu sveitarfélagsins, dalir.is.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa að Miðbraut 11 í Búðardal eða netfangið skipulag@dalir.is fyrir 24. maí 2019.