Auglýst er eftir aðila til að sinna stöðu aðstoðarmanns verkstjóra Vinnuskóla Dalabyggðar sumarið 2023.
Starfað er frá 13. júní til og með 27. júlí.
Í starfinu felst aðstoð við umsjón og þátttöku í daglegum verkefnum. Starfið getur meðal annars falið í sér félagslega liðveislu.
Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur og góður í mannlegum samskiptum. Óskað er eftir aðila sem er 17 ára eða eldri.
Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma: 849-3619. Umsóknum má skila á skrifstofu Dalabyggðar (Miðbraut 11, 370 Búðardal).
Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 5. júní nk.
Tekið er fram að hverskonar notkun tóbaks, nikótíns eða annarra vímuefna er með öllu óheimil í Vinnuskólanum.