Allir lesa – fréttatilkynning

DalabyggðFréttir

Landsleikurinn ALLIR LESA er nú í fullum gangi og hafa þátttakendur lesið í samtals 850 daga á þeim 14 dögum sem liðnir eru af keppninni. Sveitarfélögin keppast við að hvetja íbúa áfram og víða keppa sjálfir sveitarstjórarnir til sigurs, enda heiður sveitarfélagsins í húfi!
Dalabyggð er í toppslagnum, í öðru sæti eins og er, og hafa bókaormar Dalabyggðar lesið að meðaltali í 22,2 klukkustundir. Þó það sé vissulega frábær árangur eru íbúðar Strandabyggðar með forskot og því um að gera að bretta upp ermar og halda lestrinum áfram! Til að lífga upp á lesturinn næstu daga er tilvalið að taka þátt í bókabingói sem aðstaðandendur Allir lesa hafa sett saman.
Hægt er að skrá sig til leiks fram á síðasta dag landsleiksins, sem er þann 19. febrúar. Skráning fer fram á allirlesa.is auk þess sem hægt er að fylgjast með fréttum og skemmtilegu efni á facebook-síðu leiksins. Aðstandendur Allir lesa eru Reykjavík, bókmenntaborg Unesco og Miðstöð íslenskra bókmennta með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Heimili og skóla.

Allir lesa

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei