Kjörfundur í Dalabyggð vegna Alþingiskosninga verður laugardaginn 30. nóvember 2024 í Stjórnsýsluhúsinu, Miðbraut 11 í Búðardal. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00.
Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkum á kjörstað.
Kjósandi á rétt til aðstoðar við atkvæðagreiðsluna. Aðstoð skal veitt af þeim úr kjörstjórn sem kjósandi tilnefnir eða aðstoðarmanni sem fylgir kjósanda á kjörstað. Aðstoðarmaður má ekki vera frambjóðandi í kosningunum og ekki heldur maki, barn, systkini eða foreldri frambjóðanda. Þá er aðstoðarmanni óheimilt að gerast aðstoðarmaður fleiri en þriggja kjósenda við sömu kosningar.
Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna Alþingiskosninga liggur frammi til kjördags á skrifstofu Dalabyggðar alla virka daga kl. 9:00 – 13:00. Einnig geta kjósendur séð á heimasíðu Þjóðskrár hvar þeir eru á kjörskrá.
Upplýsingar um Alþingiskosningar 2024 er að finna á heimasíðu landskjörstjórnar.
Kjörstjórn Dalabyggðar