Eigendur hunda og katta skulu færa dýr sína árlega til ormahreinsunar hjá dýralækni skv. samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð nr. 1040/2025
Ef eigandi dýrs getur af einhverjum ástæðum ekki mætt á tilsettum tíma skal hann afhenda sveitarfélaginu staðfestingu frá dýralækni um að ormahreinsun hafi farið fram.
Hundar sem notaðir eru við búrekstur á lögbýlum og kettir í dreifbýli eru undanþegnir skráningar- og árgjaldi, en skylt er að framvísa til sveitarfélagsins númeri örmerkingar svo og árlegu vottorði um ormahreinsun.
Eigendum hunda og katta ber að skrá dýr sín hjá skrifstofu sveitarfélagsins. Ormahreinsun er innifalin í skráningargjaldi.
Skráningargjald samkvæmt nýrri gjaldskrá nr. 1117/2025 fyrir hunda- og kattahald og annað gæludýrahald er:
Af hundum skal innheimta skráningargjald að upphæð kr. 16.000 á hvern hund og þar eftir árgjald að upphæð kr. 9.500. Innifalið í gjaldi er ormahreinsun og trygging auk umsýslugjalda sveitarfélagsins.
Af köttum skal innheimta skráningargjald að upphæð kr. 12.000 á hvern kött og þar eftir árgjald að upphæð kr. 9.500. Innifalið í gjaldi er ormahreinsun og trygging auk umsýslugjalda sveitarfélagsins.
Dalabyggð er heimilt að afturkalla skráningu hunda eða katta ef vanhöld verða á ormahreinsun, greiðslu skráningar- eða árgjalda sem og ef eigandi hunds eða kattar hefur brotið gegn samþykkt nr. 1040/2025.
