Ársreikningur Dalabyggðar var samþykktur í sveitarstjórn 19. maí síðastliðinn.
Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2010 voru fyrir A og B-hluta 581,8 m. kr. en rekstrargjöld 599,3 m. kr. Rekstarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var neikvæð um 17,6 m. kr. Fjármunagjöld umfram fjármunatekjur námu 13,3 m. kr og rekstarniðurstaða því neikvæð um 30,8 m. kr. Endurskoðuð áætlun ársins 2010 gerði ráð fyrir að rekstrarhalli yrði um 24,5 m. kr.
Í A hluta voru rekstrartekjur 483,0 m.kr. rekstrargjöld 483,5 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 8,9 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 0,6 m.kr eða um 9,5 m.kr. með fjármagnsliðum.
Heildartekjur Dalabyggðar voru um 20 m.kr. lægri á árinu 2010 en á árinu 2009 og þar liggur meginskýringin á rekstarhallanum, ekki hefur tekist að draga saman rekstur sveitarfélagsins í samræmi við lækkandi tekjur.
Fastafjármunir voru í árslok 715,2 m. kr. veltufjármunur 80,8 m. kr. og eignir alls um 796,0 m. kr. Langtímaskuldir voru 244,3 m. kr. skammtímaskuldir 99,6 m. kr. lífeyrisskuldbinding 62,1 m. kr. og skuldir alls því um 406,0 m. kr. Langtímaskuldir lækkuðu um 11 m. kr. milli ára. Skuldir og skuldbindingar pr. íbúa eru um 489 þús. kr.
Fyrir A hluta var veltufé frá rekstri 13,2 m. kr. og handbært fé frá rekstri 23,4 m. kr. Fyrir A og B hluta var veltufé frá rekstri neikvætt um 0,6 m. kr. en handbært fé frá rekstri 14,1 m. kr. Veltufjárhlutfall var 1,66 og eiginfjárhlutfall 0,55.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum nam 53,4 m. kr. þar af áhaldahús/flokkunarstöð um 27 m. kr. Tekin voru ný langtímalán að upphæð 20 m. kr. Handbært fé í ársbyrjun var 77,3 m. kr. en í árslok 24,3 m. kr.