Ársreikningur Dalabyggðar 2017

DalabyggðFréttir

Ársreikningur Dalabyggðar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2017 voru fyrir A og B-hluta 895,9 millj. kr. en rekstrargjöld 796,7 millj. kr. Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 70,7 millj. kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur námu 9,8 millj. kr og rekstrarniðurstaða jákvæð um 61,3 millj. kr.

Í A hluta voru rekstrartekjur 751,0 millj. kr., rekstrargjöld 656,4 millj. kr. og fjármagnstekjur umfram fjármagnsgjöld 4,7 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 80,4 millj. kr.

Fastafjármunir A og B hluta voru í árslok 944,6 millj. kr., veltufjármunir 245,4 millj. kr. og eignir alls um 1.189 millj. kr. Langtímaskuldir voru 244,6 millj. kr., skammtímaskuldir 191,3 millj. kr., lífeyrisskuldbinding 90,2 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar alls því um 526,2 millj. kr.

Fyrir A hluta var veltufé frá rekstri 91,1 millj. kr. og handbært fé frá rekstri 127,2 millj. kr. Fyrir A og B hluta var veltufé frá rekstri 84,4 millj. kr. og handbært fé frá rekstri 129,1 millj. kr.

Veltufjárhlutfall A og B hluta var 1,28, eiginfjárhlutfall 0,56, skuldahlutfall 59% og skuldaviðmið 48%. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum nam 65,6 millj. kr. Ekki voru tekin voru ný langtímalán á árinu 2017. Handbært fé í ársbyrjun var 93,9 millj. kr. en í árslok 141,8 millj. kr.

Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei