Ársskýrsla DalaAuðs 2024 er komin út og er nú aðgengileg á vef Byggðastofnunar sem og hér fyrir neðan.
Árlega eru haldnir íbúafundir í tengslum við DalaAuð, þar sem lögð eru fram markmið verkefnisins.
Í skýrslunni er gerð grein fyrir framgangi verkefnisins árið 2024. Þar er sagt frá þeim verkefnum sem sett hafa verið á dagskrá á íbúafundum, veittum styrkjum úr Frumkvæðissjóði og ýmsum sértækum verkefnum sem hafa fengið styrk úr Byggðaáætlun.
Samtals hafa 60 frumkvæðisverkefni hlotið styrki úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs í þremur úthlutunum á árunum 2022-2024 en 18 verkefni hlutu styrk árið 2024.
Framgangur starfsmarkmiða hefur verið góður og fjölmörg verkefni komin vel á veg, einhverjum er lokið og flest eru hafin. Eitt nýtt markmið bættist við verkefnisáætlun eftir íbúafund 2024 og nokkrar nýjar aðgerðir.
Um þetta allt og fleira til má lesa í ársskýrslunni hér: Ársskýrsla DalaAuðs 2024