Auðarskóla vantar að ráða í þrjár stöður leikskólakennara fyrir næsta skólavetur, frá og með 31. ágúst 2017.
Einnig vantar að ráða í stöðu skólaliða frá 31. ágúst 2017.
Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
Hæfniskröfur eru
· leikskólakennaramenntun
· færni í samskiptum
· frumkvæði í starfi
· sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
· stundvísi
· góð íslenskukunnátta
Upplýsingar veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri Auðarskóla í síma 430 4757. Umsóknir berist á netfangið hlodver@audarskoli.is ásamt meðmælum og ferilskrá.