Bæjarhátíðin ,,Heim í Búðardal” verður haldin fyrstu helgina í júlí á komandi sumri. Fyrstu skref við undirbúning er að fara af stað og á fundi menningarmálanefndar Dalabyggðar þann 20.janúar sl. var samþykkt að boða til „kaffispjalls“ í Nýsköpunarsetrinu að Miðbraut 11 í Búðardal þann 3. febrúar nk. á milli kl. 16:00 og 18:00 þar sem nefndarmenn ásamt verkefnastjóra hátíðarinnar í ár, Ingibjörgu Grétu, yrði til skrafs og ráðagerða við áhugasama aðila um framkvæmd einstakra þátta hátíðarinnar.
Endilega mætum sem flest þriðjudaginn 3. febrúar kl. 16:00 og látum okkur þessa mikilvægu hátíð varða – það verður heitt á könnunni og vonandi lifandi og gott samtal.
Menningarmálanefnd Dalabyggðar
