Bergþóra Jónsdóttir lætur af störfum

DalabyggðFréttir

Í gær, þriðjudaginn 30. september var haldið kveðjuhóf í Auðarskóla að lokinni kennslu til heiðurs Bergþóru Jónsdóttur.
Bergþóra lýkur nú störfum eftir 37 ára gæfuríkan starfsferil í skólanum okkar.

Guðmundur Kári Þorgrímsson starfandi skólastjóri, hélt tölu í tilefni þessa og Björn Bjarki Þorsteinsson færði Bergþóru þakklætisvott frá Dalabyggð.

Bergþóra hefur sinnt óeigingjörnu starfi m.a. við kennslu og sérkennslu hjá Auðarskóla. Þá á hún stóran þátt í því að upp er kominn Skólaskógur en hún hefur staðið fyrir gróðursetningu og viðhaldi hans. Bergþóra hefur þannig í nærri fjóra áratugi miðlað þekkingu sinni til nemenda og mun starf hennar lifa áfram í gegnum þau verkefni sem hún hefur komið að og komið til leiðar.

Við nýtum einnig tækifærið hér og þökkum Bergþóru fyrir hennar störf með óskum um ánægjulega tíma. 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei