Bleikur október á Bókasafninu

DalabyggðFréttir

Októbermánuður, bleiki mánuðurinn, er tileinkaður vitundarvakningu þar sem sjónum er beint að krabbameinum hjá konum. Bleiki dagurinn er svo einn af hápunktum átaksins og hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. Þann dag eru allir landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

Á morgun, fimmtudaginn 19. október er Héraðsbókasafn Dalasýslu opið frá 12:30 – 17:30 og er Sigríður bókavörður búin að gera bleikum bókum hátt undir höfði. Kjörið að gera sér ferð á bókasafnið, kíkja á úrvalið og taka sér bleika bók til lesturs.

Dalabyggð vill hvetja önnur fyrirtæki, vinnustaði og hópa til að taka þátt og sýna stuðning í verki. Hvort sem það er með því að klæðast bleiku, skreyta með bleiku eða kaupa bleiku slaufuna.

Á vefsíðu Bleiku slaufunnar má nálgast nánari upplýsingar m.a. um Bleiku slaufuna, átakið og hugmyndir að styrktarleiðumBleika slaufan

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei