Bleikur október í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Októbermánuður, bleiki mánuðurinn, er tileinkaður vitundarvakningu þar sem sjónum er beint að krabbameinum hjá konum. Bleiki dagurinn er svo einn af hápunktum átaksins og hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. Þann dag eru allir landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

Dalabyggð vill hvetja fyrirtæki, vinnustaði og hópa til að taka þátt og sýna stuðning í verki. Hvort sem það er með því að klæðast bleiku, skreyta með bleiku eða kaupa bleiku slaufuna. Ef þið ætlið að standa fyrir sérstökum viðburðum eða uppákomum má hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar til að koma því á framfæri við íbúa. 

Það væri afskaplega gaman að fá sendar bleikar myndir frá ykkur til að sjá hvað þið gerðuð í tilefni af Bleika deginum þann 20. október n.k. nú eða bara í tilefni af bleikum október heilt yfir.
Myndirnar má senda á johanna@dalir.is ásamt textabroti og verður valið úr þeim sem berast til birtingar á Facebook-síðu sveitarfélagsins, svo er auðvitað hægt að merkja myndir #bleikaslaufan á samfélagsmiðlum.

Á vefsíðu Bleiku slaufunnar má nálgast nánari upplýsingar m.a. um Bleiku slaufuna, átakið og hugmyndir að styrktarleiðumBleika slaufan

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei