Við göngu um Fjósalandið rakst Viðar Þór Ólafsson nýlega á sérkennilegan stein við gamla brunninn. Við nánari rannsóknir hefur komið í ljós að um blótstein er að ræða.
Blótsteinar kölluðust þeir steinar sem notaðir voru við fórnir í heiðnum sið. Og með sérstökum rannsóknum má staðfesta hvort blóð hafi legið í steininum.
Steinninn er enn á sínum stað og þess virði að fara og skoða, en til stendur að taka hann og flytja til nánari rannsókna í fyrramálið.
Steinninn er um 5 metrum suðvestan við gamla brunninn og þokkalega sýnilegur núna. Lendi menn í vandræðum við að finna hann má þá hafa samband við Viðar og fá nánari staðsetningu.
Fréttin lesist með tilliti til dagsetningar.