Margir bíða spenntir ár hvert og nú er biðin loks á enda, Bókatíðindi 2024 eru komin út.
Prenteintök eru mætt á Héraðsbókasafn Dalasýslu og hægt verður að nálgast ókeypis eintak á opnunartíma safnsins.
Opnunartími bókasafnsins er sem hér segir:
Þriðjudagar kl. 12:30-17:30
Fimmtudagar kl. 12:30-17:30
Það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem stendur að útgáfunni. Bókatíðindin geyma samantekt yfir bókaútgáfu ársins 2024 sem er einstaklega fjölbreytt. Barna- og ungmennabækur, skáldverk, myndasögur, ljóð, ævisögur, fræðirit og svo margt fleira, bæði íslensk og þýdd verk.
Fyrir þá sem vilja frekar skoða tíðindin stafrænt bendum við á www.bokatidindi.is
Að gamni má einnig benda á að allar eldri útgáfur Bókatíðinda, allt aftur til ársins 1890, eru nú aðgengilegar á timarit.is