Bólusetning gegn Influensu og Covid-19

DalabyggðFréttir

Taka má báðar bólusetningarnar samtímis

Bólusett verður eftirfarandi daga:

  • Þriðjudagur 15. október í Búðardal
  • Miðvikudagur 23. október á Reykhólum og í Búðardal

ATH. að panta þarf tíma í bólusetningar í síma 432 1450

Þau sem ekki komast á uppgefnum dagsetningum vinsamlegast hafið einnig samband við heilsugæsluna og við finnum tíma.

Inflúensubólusetning – Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn fædd 1.1.2020 – 30.6.2024, sem hafa náð 6 mánaða aldri þegar bólusett er.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Barnshafandi konur.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í ofangreindum áhættuhópum.

Bóluefnið er forgangshópum að kostnaðarlausu.

Covid-19 bólusetning – Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við COVID-19 bólusetningar:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbæld af völdum lyfja eða sjúkdóma.
  • Barnshafandi konur, eftir fyrsta þriðjung meðgöngu.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í ofangreindum áhættuhópum. 

Bóluefnið er forgangshópum að kostnaðarlausu.

Starfsfólk HVE Búðardal /Reykhólum

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei