Bréfpokar fyrir lífrænan úrgang

Kristján IngiFréttir

Að gefnu tilefni er minnt á að eingöngu má nota bréfpoka undir lífrænan úrgang. Borið hefur á því að notast sé við höldupoka úr búðum, maíspoka og plastpoka undir úrganginn í brúnu tunnurnar. Slíkt skemmir fyrir moltun og afurðinni sem kemur úr moltugerð Sorp, sem hefur gert athugasemdir við aukið magn slíkra umbúða.

Íslenska gámafélagið hefur ítrekað við sitt starfsfólk að losa ekki brúnar tunnur þar sem þetta er ekki virt svo það skemmi ekki fyrir úrvinnslunni. Sambærilegt verklag er fyrir t.d. fyrir endurvinnsluílátin (pappír og plast) sem eru ekki losuð sé rangt flokkað eða blandaður úrgangur sem hefur áhrif á hreinleika efnisins. Notast er við miðakerfi í slíkum tilvikum þar sem tilgreind er ástæða þess að ekki var losað.

Fyrir 1,5 ári var körfum og búnti af bréfpokum dreift á öllu heimili til að liðka fyrir innleiðingu (sbr. mynd með frétt). Í kjölfarið er það heimilanna að útvega sér poka áfram. Þeir fást í öllum matvöru verslunum, t.d. í Krambúðinni í Búðardal og í vefverslun Krónunnar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei