Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 16. janúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 ásamt umhverfisskýrslu, í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða endurbyggingu Vestfjarðarvegar nr. 60 á tæplega 6 km kafla þar sem hann stenst ekki gildandi veghönnunarreglur. Gert er ráð fyrir efnistöku á áreyrum Húsár/Hvolsár og á eldra námusvæði í landi Hvítadals.

Tillögurnar liggja frammi frá 15. febrúar 2018 á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins, dalir.is.

Athugasemdum ber að skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa að Miðbraut 11 í Búðardal eða senda á netfangið byggingarfulltrui@dalir.is fyrir 30. mars 2018.

Dalabyggð 8. febrúar 2018
Bogi Kristinsson Magnusen
skipulags og byggingarfulltrúi

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei