Dagskrá íbúafundar DalaAuðs

DalabyggðFréttir

Kæru íbúar! Verið hjartanlega velkomin á íbúafund DalaAuðs 2024!

Dagskráin verður bæði fróðleg og skemmtileg í ár. Fundurinn verður opnaður með borðkynningum ýmissa aðila sem fengið hafa styrk úr DalaAuði og lýkur fundinum svo á tveimur kynningum en Inginbjörg Þóranna Steinudóttir mun segja okkur frá Ullarvinnslu í Dölum og Halla Sigríður Hrefnu Steinólfsdóttir mun segja okkur frá geitaostunum frá Fagradal.

Nýtt deiliskipulag í Hvammi verður kynnt og farið verður yfir stöðu verkefnisins DalaAuðs. Þá munu íbúar fá tækifæri til að tala saman og setja niður og yfirfara verkefnabanka DalaAuðs fyrir næsta ár.

Kaffiveitingar í boði á meðan fundi stendur. Ég vona að ég sjái ykkur sem flest,

Linda Guðmundsdóttir
Verkefnisstjóri DalaAuðs

 

DAGSKRÁ ÍBÚAFUNDAR í Dalabúð 17. október 2024

17.00 – Kaffi og frumkvöðlar – Íbúafundurinn hefst á opnum borðkynningum ýmissa styrkþega. 

Íbúum gefst þar tækifæri til að hitta styrkþega og kynnast verkefnum sem hlotið hafa styrk úr frumkvæðissjóði DalaAuðs.

17.30 – Fundadagskrá hefst – Linda Guðmundsdóttir setur fundinn.

17.35 – Deiliskipulag, Hvammarnir – Kynning frá sveitarfélaginu um átak í uppbyggingu húsnæðis.

17.45 – Staða DalaAuðs – Linda Guðmundsdóttir fer yfir stöðu verkefnis.

18.00 – Vinnustofa íbúa Íbúar setja niður hugmyndir í verkefnabanka DalaAuðs fyrir næsta ár.

18.30 – Niðurstöður vinnustofu

18.45-19.00 – Kynningar á frumkvöðlaverkefnum í Dalabyggð.

              – Urður Ull Ingibjörg Þóranna Steinudóttir segir frá fyrirhugaðri ullarvinnslu í Dalabyggð.

              – Fagradalsostar Halla Sigríður Hrefnu Steinólfsdóttir segir frá geitum og ostunum sem hún er að framleiða í samstarfi við Erpsstaði.

19.00 – Fundi lokið

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei