Dagur leikskólans 2019 er miðvikudaginn 6. febrúar. Þá er mikil dagskrá á leikskóla Auðarskóla allt frá kl. 8 um morguninn og endar með að íbúum Dalabyggðar er boðið í vöfflukaffi kl. 14-16.
Dagskrá
Kl. 8:00 – 8:30. Morgunmatur með starfsfólki grunnskólans og tónskólans.
Kl. 8:45 – 9:00. Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, stjórnar lestrar- og sögustund.
Kl. 9:10 – 9:40. Vináttustund með nemendum á yngsta stigi grunnskólans.
Kl. 10.10 – 10.50. Hreyfistund í Dalabúð með nemendum elsta stigs grunnskólans.
Kl. 11:00 – 11:30. Nikkólína spilar undir í söngstund í Fjallasal leikskólans.
Kl. 13:00 – 13:40. Vinaliða- og vináttuleikir með nemendum miðstigs grunnskólans.
Kl. 14:00 -16:00. Íbúum Dalabyggðar og öðrum gestum er boðið í vöfflukaffi á degi leikskólans í Auðarskóla.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Nemendur og starfsfólk leikskóla Auðarskóla