Kæru íbúar.
Nú er komið að þessum árlega tímapunkti, þar sem við komum saman undir hatti DalaAuðs og spáum í spilin. Þetta er tækifæri fyrir okkur að staldra við og skoða verkefnið, hvað hefur gengið vel og hvað væri gott að gera í framtíðinni. Þetta er tækifæri fyrir okkur að móta áfram sameiginlega sýn fyrir samfélagið okkar.
Fundurinn er haldinn í Dalabúð, miðvikudaginn 8. október kl. 17.30-19.30.
Fundurinn hefst á erindum og kynningum og lýkur á vinnustofu fundargesta. Þar verður stefna DalaAuðs og aðgerðir teknar til skoðunar og nýjar hugmyndir mótaðar fyrir næsta ár. Hér má skoða verkefnisáætlun DalaAuðs, sem verður lögð til skoðunar í vinnustofunni: Verkefnisáætlun DalaAuðs – drög fyrir fund. Þeim sem vilja koma athugasemdum á framfæri varðandi áætlunina er velkomið að senda póst á linda@ssv.is
Þetta árlega samtal íbúa skiptir máli. Þið íbúarnir eru DalaAuður, þið eru auðurinn sem er verið að virkja í gegnum verkefnið, auðurinn sem er kjarninn í samfélaginu, auðurinn sem við viljum halda í og sjá blómstra.
Ég hvet ykkur öll til að koma og leggja hönd á plóg við að móta verkefnið áfram!
Linda Guðmundsdóttir
Verkefnisstjóri DalaAuðs
linda@ssv.is, s. 7806697