Dalabúð – fyrirkomulag pantana

DalabyggðFréttir

Frá og með 1. apríl 2025 eiga allar bókanir varðandi útleigu og viðburðahald í Dalabúð að berast á netfangið dalir@dalir.is

Jafnframt ef hafa þarf samband vegna bókana eða leigusamninga er varða Dalabúð skal hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar í síma 430-4700 á opnunartíma skrifstofu eða á dalir@dalir.is

Bókunum og fyrirspurnum er aðeins svarað í gegnum ofangreindar leiðir, þ.e. gegnum skrifstofu Dalabyggðar. Fyrirspurnum er ekki svarað í gegnum netföng eða síma einstaka starfsmanna.

Eiga öll félög sem eru með samstarfssamning um afnot af Dalabúð að hafa fengið upplýsingapóst þess efnis. 

 – Sveitarstjóri

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei