Dalabyggð í sókn – niðurstöður könnunar

DalabyggðFréttir

Í september var gerð könnun meðal íbúa í tengslum við verkefnið Dalabyggð í sókn. Meðal þess sem verið var að kanna var sýn íbúa á styrkleika og samfélagið í Dölunum.  

Dr. Bjarki Þór Grönfeldt frá Háskólanum á Bifröst mun kynna niðurstöður könnunarinnar í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar 5. desember kl. 17.00-18.00

Við hvetjum íbúa til að fjölmenna og heyra um niðurstöður könnunarinnar sem þeir tóku þátt í en þær eru bæði fróðlegar og áhugaverðar. Þessar niðurstöður nýtast í áframhaldandi vinnu í verkefninu Dalabyggð í sókn, þar sem unnið verður að því að styrkja ímynd Dalanna út á við, m.a. til að trekkja að nýja íbúa.

Heitt á könnunni og frítt inn eins og alltaf.
Verið hjartanlega velkomin í Nýsköpunarsetrið, Miðbraut 11, 1. hæð.  

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei