Sögustund verður á Byggðasafni Dalamanna sunnudaginn 30. desember kl. 16 og til umfjöllunar verður mannlíf í Dölum árið 1918.
Sagt verður frá helstu viðburðum í héraðinu og reynt að velta fyrir sér ýmsum flötum daglegs lífs; hverjir bjuggu hér, fjölskyldur, atvinna, búskaparhættir, veðurfar, húsakostur, heimilishald, leikir og störf barna og hvað eina sem heimildir bjóða uppá.