Deiliskipulagstillögur í kynningu

SveitarstjóriFréttir

Deiliskipulag í Búðardal, sunnan og norðan Miðbrautar

Nú  eru í kynningu tvær tillögur að deiliskipulagi í Búðardal sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 14. nóvember 2024 að auglýsa skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða annars vegar deiliskipulag sunnan Miðbrautar í Búðardal, sem nær til íbúðarbyggðar við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og opna svæðisins suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. Hins vegar er um að ræða  deiliskipulag norðan Miðbrautar, sem tekur til íbúðarbyggðar við Búðarbraut, Dalbraut, Gunnarsbraut og Sunnubraut. Einnig svæðis við dvalarheimilið Silfurtúns og miðsvæðisins norðan Miðbrautar.

Tillögurnar eru aðgengilegar í hér fyrir neðan í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Íbúar Búðardals og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillögurnar og skila inn athugasemdum og ábendingum fyrir lok kynningartímans.

Athugasemdum skal skilað skriflega í gegnum skipulagsgáttina og er frestur til að skila athugasemdum til 28. febrúar 2025. Einnig er hægt að senda athugasemdir til skipulagsfulltrúa í netfangið skipulag@dalir.is.

Deiliskipulag af svæði norðan Miðbrautar í Búðardal, mál nr. 1547/2024-  hlekkur á tillögu: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1547

Deiliskipulag af svæði sunnan Miðbrautar í Búðardal, mál nr. 1548/2024 – hlekkur á tillögu: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1548

Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei