Drónaflug vegna hitaveitu

Kristján IngiFréttir

Í dag, föstudaginn 4. apríl, mun verktaki á vegum Rarik framkvæma drónamyndun á dreifikerfi hitaveitu í Búðardal. Með því er kerfið kortlagt og ástand metið fyrir undirbúning endurbóta.

Hefðbundin myndun fer fram að degi til, en eftir miðnætti er áformuð myndun með hitamyndavél. Flogið er í nokkurri hæð og ætti því ónæði að vera lítið.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei