Dvalar-og hjúkrunarheimilið Silfurtún

DalabyggðFréttir

Dvalar-og hjúkrunarheimilið auglýsir eftir umsjónarmanni í félagsstarf.
Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins.
Óskað er eftir metnaðarfullum einstaklingum sem vilja leggja sitt að mörkum að gera starfið faglegt og gott með gæði og kærleika að leiðarljósi.
Starfið er 30% vinna og greitt er samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélagi SDS.
Skila þarf hreinu sakavottorði, prófskírteinum og starfsleyfum áður en starf er hafið og skuldbindur starfsfólk sig til að starfa í samræmi við hugmyndafræði og markmið Silfurtúns. Ennfremur er meðmæla krafist frá fyrri vinnuveitendum, og þarf starfsfólk að uppfylla kröfur sem gerðar eru til starfsins og kröfur sem Silfurtún gerir til starfsmanna sinna.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri, Kristín Þórarinsdóttir í síma 893 8083.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei