Farsældardagurinn á Vesturlandi 2024

DalabyggðFréttir

Farsældardagur Vesturlands var haldinn í Borgarnesi í gær. Fjölmennt var á deginum og voru fulltrúar frá öllum sveitarfélögum á Vesturlandi saman komin og var markmið dagsins að styrkja bæði þekkingu og tengslanet þeirra aðila sem koma að farsældarþjónustu barna og ungmenna á Vesturlandi.

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra setti daginn og skrifað var undir samkomulag við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um ráðningu verkefnastjóra í farsældarmálum. Vesturland er þannig fyrsti landshlutinn til að sameinast um svæðisbundið farsældarráð. 

Dagurinn fór þannig fram að öll sveitarfélögin sögðu frá sínu fyrirmyndarverkefni sem tengist farsæld barna, á milli þess sem unnið var í vinnulotum.

Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri Auðarskóla og Jóna Björg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fjölskyldumála kynntu stöðu Auðarskóla og fóru yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað síðastliðið ár og hafa orðið til þess að stoðir, þjónusta og stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra hefur styrkst. Myndræna framsetningu þeirra á bættu starfsumhverfi Auðarskóla má sjá hér fyrir ofan. 

Í lok dags var undirrituð samstarfsyfirlýsing um verkefnið „Öruggara Vesturland” um samráð gegn heimilisofbeldi. Þar er einnig lögð áhersla á öflugra forvarnarstarf og snemmtækar íhlutanir fyrir börn og ungmenni á Vesturlandi.

 Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrita samning um svæðisbundið farsældarráð á Farsældardeginum á Vesturlandi

Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrita samning um svæðisbundið farsældarráð á Farsældardeginum á Vesturlandi

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei