Starfsmaður óskast í félagslega liðveislu í Dalabyggð. Við leitum að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn/unglinga.
Við leitum að hressum einstaklingi, 18 ára eða eldri. Sveigjanlegur vinnutími en um er að ræða 12-16 tíma á mánuði.
Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun.
Umsóknir sendist á netfangið vildis@borgarbyggd.is eða á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnes.
Nánari upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir í síma 433 7100.