Photo by Gylfi Gylfason: https://www.pexels.com/photo/waving-flag-of-iceland-5833990/

Forsetakosningar 2024

DalabyggðFréttir

Kjörfundur í Dalabyggð vegna forsetakosninga verður í félagsheimilinu Dalabúð laugardaginn 1. júní 2024. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00.

Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkum á kjörstað.

Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna forsetakosninga liggur frammi til kjördags á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal, alla virka daga kl. 9:00 – 13:00. Einnig geta kjósendur séð á heimasíðu Þjóðskrár hvar þeir eru á kjörskrá.

Kjósandi á rétt til aðstoðar við atkvæðagreiðsluna. Aðstoð skal veitt af þeim úr kjörstjórn sem kjósandi tilnefnir eða aðstoðarmanni sem fylgir kjósanda á kjörstað. Aðstoðarmanni kjósanda er óheimilt að gerast aðstoðarmaður fleiri en þriggja kjósenda við sömu kosningar.

Upplýsingar um forsetakosningar 2024 er að finna á heimasíðu landskjörstjórnar og www.kosning.is

 

Kjörstjórn Dalabyggðar

 

Sjá einnig: Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar – Forsetakosningar 2024

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei