Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur staðfest forvarnarstefnu Dalabyggðar fyrir árin 2025 – 2027.
Forvarnarstefnan var unnin af forvarnarhópi Dalabyggðar og samþykkt af félagsmálanefnd, auk þess sem óskað var umsagnar frá Ungmennaráði Dalabyggðar.
Forvarnarstefnan miðar að því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna í Dalabyggð að 18 ára aldri.
Markmið stefnunnar er að auka markvisst forvarnarstarf og samstarf þeirra sem koma að málefnum barna og ungmenna í sveitarfélaginu og styðja við þá starfsemi sem kemur að barna-, ungmenna og fjölskyldustarfi á einn eða annan hátt.
Þá er markmiðið einnig að forvarnir verði skipulagður þáttur í starfi félaga og stofnana sem koma að málefnum barna og ungmenna í sveitarfélaginu, auk þess að stuðla að auknu öryggi og heilbrigðu, jákvæðu og uppbyggjandi samfélagi. Verður það m.a. gert með því að vinna að aukinni fræðslu og forvörnum gegn neyslu á skaðlegum efnum og annarri áhættuhegðun.
Velkomið er að hafa samband við Jónu Björg í gegnum netfangið jona@dalir.is eða í síma 430 – 4700 fyrir ábendingar eða nánari upplýsingar.
Forvarnarstefnuna má m.a. nálgast hér: Forvarnastefna Dalabyggðar 2025-2027