Fræðslustjóri að láni

DalabyggðFréttir

Nú í vikunni undirrituðu fulltrúar Dalabyggðar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi samstarfssamning um verkefnið „Fræðslustjóri að láni“.
Markmiðið með þessum samstarfssamningi er að gera þarfagreiningu með öllum almennum starfsmönnum Dalabyggðar og í framhaldinu verður mótuð heildstæð fræðsluáætlun sem byggir m.a. á niðurstöðum þarfagreiningarinnar.
Símenntunarmiðstöðin hefur umsjón með verkefninu, en verkefnið er fjármagnað af Mannauðssjóði Samflots. Helga Björk Bjarnadóttir verkefnastjóri Símenntunarmiðstöðvarinnar kemur til með að halda utan um verkefnið.

Símenntunarmiðstöð Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei