Framtíð félagsheimilanna – einn fundur eftir

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar hefur boðað til hugarflugsfunda um framtíð félagsheimilanna í sveitarfélaginu.

Fyrsti fundur fór fram í Árbliki 2. nóvember,  annar fundur var haldinn í Tjarnarlundi 4. nóvember og sá þriðji á Staðarfelli í gær, þriðjudaginn 9. nóvember.

Menningarmálanefnd þakkar fundargestum fyrir komuna og mun vinna samantekt sem verður tekin fyrir á fundi nefndarinnar síðar í nóvember.

Þeim sem ekki komust á fundinn í gær er velkomið að senda hugmyndir og efni á Jóhönnu, verkefnastjóra hjá Dalabyggð á netfangið johanna@dalir.is

Nú er aðeins einn fundur eftir og verður hann í Dalabúð, fimmtudaginn 11. nóvember nk. kl.20:00.

Allir velkomnir! 

Athugið að á fundunum er grímuskylda.

Á dagskrá verður m.a. kynning á samatekt um hvert félagsheimili, ávarp frá menningarfulltrúa SSV og hugarflugsvinna gesta.

Niðurstöður fundanna verða teknar saman og sendar byggðarráði Dalabyggðar til upplýsingar.

Sl. vor voru haldnir fjarfundir þar sem farið var yfir rekstur og notkun hvers félagsheimilis. Upplýsingar frá fundunum og upptökur má sjá hér fyrir neðan:

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei