Menningarmálanefnd Dalabyggðar hefur boðað til hugarflugsfunda um framtíð félagsheimilanna í sveitarfélaginu (sjá dagsetningar og tíma hér fyrir neðan).
Fyrsti fundur fór fram í Árbliki í gær, mæting var góð og sköpuðust málefnalegar umræður um framtíð hússins og möguleika á frekari nýtingu.
Byrjað var á yfirferð um verkefnið, þá var skoðuð samantekt á rekstri heimilisins og innlegg frá menningarfulltrúa SSV, að því loknu var unnin SVÓT greining, hugmyndir ræddar og í lokin skiluðu þátttakendur hugmyndum að frekari nýtingu.
Menningarmálanefnd þakkar fundargestum fyrir komuna og mun vinna samantekt frá fundinum, sem og næstu fundum, sem verður tekin fyrir á fundi nefndarinnar síðar í nóvember.
Þeim sem ekki komust á fundinn í gær er velkomið að senda hugmyndir og efni á Jóhönnu, verkefnastjóra hjá Dalabyggð á netfangið johanna@dalir.is
Svipmyndir frá vinnu á fundi í Árbliki 2. nóvember 2021.
Við minnum á næstu fundi:
-
2. nóvember í Árbliki kl.20:00(lokið)- 4. nóvember í Tjarnarlundi kl.20:00
- 9. nóvember á Staðarfelli kl.20:00
- 11. nóvember í Dalabúð kl.20:00
Allir velkomnir!
Athugið að á fundunum er grímuskylda.
Á dagskrá verður m.a. kynning á samatekt um hvert félagsheimili, ávarp frá menningarfulltrúa SSV og hugarflugsvinna gesta.
Niðurstöður fundanna verða teknar saman og sendar byggðarráði Dalabyggðar til upplýsingar.
Við minnum gesti á að hafa grímur meðferðis og gæta að fjarlægð sín á milli.
Sl. vor voru haldnir fjarfundir þar sem farið var yfir rekstur og notkun hvers félagsheimilis. Upplýsingar frá fundunum og upptökur má sjá hér fyrir neðan:
-
-
- Árblik og Dalabúð – rekstur og notkun
- Tjarnarlundur og Staðarfell – rekstur og notkun
- Greinagerð um menningarþörf og nýtingu félagsheimila í Dalabyggð
- Upptaka: Menningarmálanefnd Dalabyggðar – Félagsheimili í Dalabyggð – Tjarnarlundur og Staðarfell
- Upptaka: Menningarmálanefnd Dalabyggðar – Félagsheimili í Dalabyggð – Árblik og Dalabúð
- Viðburður á Facebook: Framtíð félagsheimilanna
-