Frístundastyrkur hækkaður fyrir vorönn 2024

DalabyggðFréttir

Við uppgjör á frístundastyrk vor 2024 var ákveðið að hækka styrkinn um 5.000kr.- á hvert barn sem sótt var um fyrir. 

Byggðarráð staðfesti þessa ákvörðun á fundi sínum 23. maí sl. 

Reglur um frístundastyrk gera ráð fyrir að greitt sé tvisvar á ári, allt að 10.000kr.-  fyrir vorönn og allt að 10.000kr.- fyrir haustönn. 

Vegna hækkunar verður frístundastyrkur vorið 2024 því 15.000kr.- 

Hækkunin kemur af eftirstöðum styrks frá Stjórnarráði Íslands sem hafði það markmið að efla virkni og vellíðan barna og ungmenna. 

Við hvetjum foreldra/forráðamenn til að nýta styrkinn þegar opnað verður fyrir umsóknir fyrir haustönn. Markmiðin með styrknum er m.a. að hvetja til frístundaiðkunar, ýta undir hreyfingu og félagsþáttöku, auka jöfnuð og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei