Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs og hægt verður að senda inn umsóknir til hádegis 20. janúar 2025.
Ef þú ert með hugmynd að félagsstarfi, menningarviðburði, skemmtilegri nýjung í atvinnulífi eða annarri nýsköpun þá er líklegt að hún eigi erindi. Það er alltaf hægt að hitta verkefnisstjóra og viðra hugmyndir eða fá aðstoð við umsóknir og hvet ég ykkur til að hafa samband.
Að öllu óbreyttu verður þetta síðasta úthlutun verkefnisins þannig að nú er ekki eftir neinu að bíða – ég skora á íbúa og velunnara Dalabyggðar að setja met í fjölda innsendra umsókna árið 2025!
Nánari upplýsingar um DalaAuð má finna hér: https://ssv.is/atvinnuthroun/brothaettar-byggdir-dalaaudur/
Árið 2024 hefur verið gróskumikið og gaman hefur verið að fylgjast með hugmyndum verða að veruleika. Hvort sem það er t.d. ullarvinnsla, bæting útivistarsvæða, tónleikahald, grænmetisvegasjoppa eða þróun á geitaostum – allt byrjar þetta á hugmynd!
Ég vil nýta tækifærið og þakka íbúum Dalabyggðar ásamt starfsfólki og sveitarstjórn Dalabyggðar kærlega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Hér er gott að búa og hér er gott að dvelja – yrkjum lífsgæðin í Dölunum.
Linda Guðmundsdóttir
Verkefnisstjóri DalaAuðs S: 7806697, netfang: linda@ssv.is