Fuglafjör á Ströndum

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 29. maí klukkan 16 verður Fuglafjör í Náttúrubarnaskólanum á Sauðfjársetrinu á Ströndum fyrir fólk á öllum aldri.
Dagrún Ósk Jónsdóttir byrjar á stuttri kynningu á náttúrubörnum á Ströndum og starfinu í sumar og svo sér Jón Jónsson um fróðlegt og skemmtilegt spjall um fugla á Ströndum fyrir byrjendur. Á eftir því ætlum við að kíkja út í gönguferð og skoða fuglana í Orrustutanga.
Kaffihlaðborð verður á boðstólum hjá Sauðfjársetrinu í Sævangi fyrir 1.500 kr.
Á Ströndum er mikið af skemmtilegum fuglum til dæmis kríur, æðarfuglar, tjaldar, teistur, sandlóur og hrafnar og er gaman að læra meira um fuglana í sínu nánasta umhverfi og heyra af þeim skemmtilegar sögur og áhugaverða fróðleiksmola.

Náttúrubarnaskólinn mun sjá fyrir fullt af skemmtilegum viðburðum fyrir fólk á öllum aldri í sumar og hvetjum við ykkur til að fylgast með honum á facebook.com/natturubarnaskolinn er þar koma reglulega inn tilkynningar um viðburði á hans vegum, skemmtilegur fróðleikur og myndir.
Allir velkomnir.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei