Byggðaráð Dalabyggðar og Dalakot boða til súpufundar um atvinnumál í Dalabyggð. Fundurinn verður í Dalakoti miðvikudaginn 6. maí kl. 18 og er gert ráð fyrir að hann standi í um 2 klst.
Á fundinum verða stuttar framsögur forsvarsmanna fyrirtækja og stofnana í héraðinu og umræður.
Súpa verður í boði Dalakots.
Byggðaráð og Dalakot